Líf­seigar mýtur um mat: Ekki láta plata þig!

Þú fitnar á ef þú borðar á kvöldin, sykur gerir börnin of­virk og kol­vetni eru fitandi. Allt eru þetta mýtur um matar­æði sem ekki eiga við rök að styðjast. Lífs­stíls­vefurinn Web MD tók saman nokkrar mýtur sem á­huga­vert er að kynna sér.

Þú fitnar á að borða á kvöldin

Þessi full­yrðing á ekki við rök að styðjast enda fer holda­far okkar eftir því hvort við inn­byrðum fleiri eða færri hita­einingar en við brennum. Það er þó ekki þar með sagt að það sé mælt með því að belgja sig út á kvöldin áður en farið er í háttinn. Það getur haft nei­kvæð á­hrif á meltinguna og nætur­svefninn að fara saddur eða södd í rúmið.

Kaffi er ekki gott fyrir þig

Rann­sóknir hafa þvert á móti sýnt að kaffi er mein­holt sé þess neytt í hóf­legu magni. Er þá miðað við tvo til þrjá bolla á dag. Kaffi inni­heldur andoxunar­efni sem þykja góð fyrir heilsuna. Þá hafa rann­sóknir bent til þess að það dragi úr líkum á að fá sykur­sýki 2, gall­steina, Parkin­son‘s-sjúk­dóminn og jafn­vel ein­hverjar tegundir krabba­meina. Mikil­vægt er þó að huga að hita­einingunum enda þykja hita­eininga­ríkir kaffi­drykkir, til dæmis með rjóma eða sýrópi, notið vaxandi vin­sælda á undan­förnum árum. Svart og sykur­laust er lík­lega á­kjósan­legasti kaffi­drykkurinn.

Þeim mun minni fitu sem þú borðar, þeim mun betra

Það er ekki að á­stæðu­lausu að ketómatar­æðið hafi notið vin­sælda á undan­förnum árum. Matar­æðið byggist að miklu leyti á því að inn­byrða holla fitu og tak­marka neyslu kol­vetna að nær öllu leyti. Dæmi eru um ein­stak­linga sem náð hafa frá­bærum árangri á þessu matar­æði og þá er ekki bara verið að tala um minni kílóa­fjölda. Það skiptir þó máli hvernig fitu við borðum. Al­mennt er mælt með mjúkri fitu, sem til dæmis má finna í hnetum, fiski, avókadó. Fólk er hins vegar hvatt til að snið­ganga mettaða fitu og trans­fitu, en þessar tegundir fitu má til dæmis finna í sæl­gæti, kleinu­hringjum, kexi og frönskum kar­töflum svo eitt­hvað sé nefnt.

Sykur gerir börnin of­virk

Ó­hóf­legri sykur­neyslu er stundum kennt um þegar börnin eru með læti og fara ekki eftir fyrir­mælum. Þetta á ekki við rök að styðjast enda eru engar rann­sóknir sem benda til þess að ó­hóf­leg sykur­neysla ýti undir of­virkni hjá börnum og geri þau á ein­hvern hátt ó­þekk, til dæmis í barna­af­mælum þar sem gleðin er oft mikil. Það er þó ekki sykurinn sem gerir þetta að verkum heldur má frekar rekja á­stæðuna til þátta í um­hverfi barnanna.

Í­þrótta­menn þurfa haug af próteinum

Það er í raun engin þörf á að úða í sig prótein­stykkjum eða prótein­sjeikum til að ná ein­hverjum árangri í ræktinni. Hefð­bundið matar­æði inni­heldur nóg af próteinum. Lykillinn að stærri vöðvum og betra út­haldi eru stífar æfingar í bland við matar­æði sem inni­heldur nóg af hita­einingum. Það hefur sýnt sig að gott er að fá sér eitt­hvað prótein­ríkt í gogginn fljót­lega eftir æfingu en það er ekki þar með sagt að gott sé að úða í sig próteinum daginn út og daginn inn.

Kol­vetni eru fitandi

Nei, það eru ekki kol­vetnin sem eru fitandi heldur magnið sem þú borðar. Ef við inn­byrðum fleiri hita­einingar en við brennum þá fitnum við. Hér getur þó skipt máli hvernig kol­vetni við borðum því þau eru ekki öll eins. Sum hækka blóð­sykurinn hratt og örva insúlín­fram­leiðslu á meðan önnur valda ekki jafn miklum við­brögðum í líkamanum. Það er því betra að halda sig við flókin kol­vetni (græn­meti, korn­meti) en ein­föld kol­vetni (sykur og mat­væli með við­bættum sykri).