Lífið er lag kl. 20.30 í kvöld. Hvíti hesturinn í Land og synir

Þátturinn Lífið er lag er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 en þættirnir fjalla um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn

eldri borgara á Íslandi en þetta er 5. þáttur af 12 á þessu hausti. Efni þáttanna er mjög blandað en þar er fyrst og fremst upplýsandi

efni um heilsu, lífsstíl, heilbrigði, matarvenjur og ýmis hagsmunamál eldri borgara. í þætti kvöldsins verður m.a. rætt við Ásgeir Theódórs meltingarlækni

um ristilspeglun sem hann hefur stundað hér á landi í hart nær 40 ár. Þá verður rætt við sálfræðing á Heilsustofnun í Hveragerði um núvitund og Þorkell

Sigurlaugsson viðskiptafræðingur fjallar stuttlega um þær skerðingar á kjörum eldri borgara sem oft eru í umræðunni. Undir lok þáttarins ræðir þáttastjórnandinn

Sigurður K. Kolbeinsson Ágúst Guðmundsson leikstjóra sem á að baki langan og glæstan feril. Hann mun m.a. segja frá gerð fyrsta alvöru kvikmyndaverki sem hann stjórnaði

árið 1980 en það var stórmyndin Land og synir. Þúsundir Íslendinga sáu þessa kvikmynd og flesta rak í rogastans þegar Sigurður Sigurjónsson

beindi haglabyssu að hvítum fallegum hesti sem felldur var í bíómyndinni. En var hann felldur í raun? Því svarar Ágúst Guðmundsson

í þætti kvöldsins. Kvikmyndataka var í höndum Friðþjófs Helgasonar.