Líf ljóstrar upp um leyndarmál borgarstjóra

Forsaga málsins er sú að Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sér með hjálm á höfði og í gulu vesti. „Að vera borgarfulltrúi snýst að miklu leyti um að klæða sig í gult vesti og hjálm,“ sagði hún.

Líf skrifaði athugasemd við færsluna þar sem hún sagði að þegar maður væri orðinn borgarstjóri færi maður að safna skóflum.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni og fyrrverandi liðsmaður Kveiks á RÚV, spurði í kjölfarið hvort borgarstjóri hirði alltaf skófluna sem hann notar þegar hann tekur fyrstu skóflustunguna að einhverju.

Svar Lífar var athyglisvert og eflaust ekki á allra vitorði:

„Þær safnast saman á skrifstofunni hans þar til hann gefur þær hingað og þangað til góðra nota.“