Leyniuppskrift bak við pizzadeigið og sérlærður pizzubakari við störf

Við Hótel Valaskjálf á Egilstöðum er staðsettur einkar glæsilegur og hlýlegur veitingastaður sem einnig eru í eiga fjölskyldu Sigrúnar og nýtur mikilla vinsælda. Glóð Restaurant er með notalegt andrúmsloft og hlýleika sem umlykur matargesti. Hönnunin á staðnum vekur eftirtekt þar sem listin og litirnir fanga augað. „Hér höldum við áfram að leika okkur með litina, litirnir gleðja og vekja vellíðan,“segir Sigrún og bætir við að það sé þeirra sérkenni á öllum þeirra stöðum.

M&H Glóð 2.jpeg

Hægt er að fullyrða að matseldin sé undir sterkum áhrifum landa sem liggja að Miðjarðarhafinu. Fjölbreyttur matseðill með pasta-, fisk- og kjötrétti eru í forgrunni ásamt ekta ítölskum eldbökuðum pizzum sem bakaðar eru handgerðum og sérinnfluttum eldpizzaofni frá Ítalíu. „Við réðum til okkar ítalskan pizzaiolo þegar við fengum eldofninn og eru því pizzurnar gerðar af sönnum ítölskum „pizzaiolo“, eða pizzabakara sem hefur þá sérstöðu að hafa sérhæft sig í að baka pizzur og það er sérstök starfsgrein á ítalíu og pizzunar eru eingöngu úr ítölskum hráefnum,“segir Sigrún og er á því að það hafi verið gæfuspor að fá hann til þeirra. Hægt er að fullyrða að Glóð hafi því talsverða sérstöðu með ekta ítölskum pizzagerðabakara og hráefnum. Ómótstæðilegar pizzur eru að finna á Glóð eins og humarpizzuna sem er algjört lostæti fyrir þá sem elska humarpizzur og pizza með graskersmauki er eitthvað sem þú gleymir seint að hafa prófað á Glóð. „Galdurinn við bragðið og upplifunina við hvern bita liggur í deiginu,“segir Sigrún og þegar Sjöfn spyr um uppskriftina segist Sigrún ekki einu sinni vita hana, hún sér leyndarmál. Matseðilinn er fjölbreyttur og bíður upp á spennandi og girnilegar afurðir úr héraðinu og nágranna byggðarlögum.

Það má með sanni segja að Glóð restaurant líti á matargerð sem listgrein. Starfsfólk Glóðar leggur metnað sinn í viðskiptavinurinn byrji að borða með augunum og að maturinn gleðji skynfærin á sem áhrifaríkastan hátt þannig að þegar staðið er upp frá borðum sitja bara eftir ljúfar minningar. Eitthvað sem hægt er að kalla klárlega matur og munúð. Veitingastaðurinn Glóð er staður sem allir verða að prófa á leið sinni um Egilsstaði og Austurlandið.

M&H Glóð 3.jpeg

M&H Glóð 5.jpeg

Lifandi heimsókn og sælkera matarupplifun Sjafnar á Glóð í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld.

Þátturinn er frum­sýndur kl. 19.00 í kvöld og fyrsta endur­sýning er kl. 21.00.