Leyni eftirrétturinn hennar Valgerðar sem heillaði Sjöfn upp úr skónum

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi í Reykjavík og lífskúnstner býður Sjöfn Þórðar heim í forréttaveislu í þættinum Matur og heimili í kvöld. Valgerður nýtur þess að fá góða vini í mat og segist oft ekki hafa langan tíma til að galdra eitthvað guðdómlegt fram. Valgerður einstaklega frumleg og lagin við að töfra fram forrétti sem eru undursamlega ljúffengir og tekur örskamma stund að framreiða og allt hráefnið í þá fæst í Bónus sem er aðal hverfisverslun fjölskyldunnar.

„Ég var að vinna í Íslandsbanka og árið 2010 var haldinn matreiðslukeppni á meðal starfsmanna, þar sem allir gátu sent inn uppskriftir. Ég hafði í nokkur ár verið að elda innbakaðan humar, sem hljómar flókið en er ótrúlega einfaldur réttur. Íslandsbanki gaf síðan út matreiðslubók og gaf starfsmönnum í jólagjöf það árið í framhaldi af því fóru 12 uppskriftir á dagatal sem viðskiptavinir fengu gefins og þar endaði þessi frábæra uppskrift,“segir Valgerður og rúllar þessum guðdómlega humarrétti upp fyrir Sjöfn í eldhúsinu á augabragði.

FB--Valgerður-06.jpg

Innbakaði humarinn hennar Valgerðar er algjört lostæti.

Valgerður lumar á fleiri gómsætum réttum sem tekur örskamma stund að matreiða og svo sviptir hún hulunni af leyni eftirréttinum sem Sjöfn verður dolfallin yfir. „Þessi hittir ávallt í mark og ég lofa þér að það tekur ekki meira enn þrjár mínútur að framreiða þennan,“segir Valgerður við Sjöfn og brosir sínu breiðasta.

M&H Valgerður Sig & Sjöfn Þórðar

Valgerður er höfðingi heim að sækja og nýtur þess að taka á móti matargestum.

Meira um töfrana sem gerast í eldhúsinu hjá Valgerði í þættinum Matur og heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: