Leyndardómarnir í eldhúsinu á 20&SJÖ Mathús & Bar

Matur er manns megin er orð að sönnu og matar- og menningarflóran blómstrar á Íslandi sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa opnað í úthverfum höfuðborgarinnar við mikin fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. 20&SJÖ Mathús & bar er einn þeirra veitingastaða sem hefur vakið mikla athygli og komið skemmtilega á óvart með einstakri matargerð og hefðum. Veitingastaðurinn er staðsettur í Víkurhvarfi í Vatnsendahverfinu í Kópavogi þar sem við blasir himneskt útsýni yfir Elliðavatn og til fjalla.

Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil þar gætir áhrifa frá löndum við Miðjarðarhafið og Bandaríkjunum en sumir réttirnir eiga uppskriftir sínar að rekja til frægra staða eins og Katz´s Delicatessen í New York svo fátt sé nefnt. Sjöfn Þórðar heimsækir Helga Sverrisson einn eiganda staðarins, í eldhúsið og fær hann til að svipta hulunni af leyndardómum staðarins, til að mynda söguna bak við nafn staðarins, litaþemað í hönnunni og brögðin í matargerðinni sem má segja að séu leyndarmál fjölskyldunnar. Helgi og fjölskylda hans eiga og reka staðinn saman og styrkleikar allra fjölskyldumeðlima fá að njóta sín á staðnum á einn eða annan hátt.

M&H 27&sjömathús 3.jpeg

Girnilegir réttirnir sem Helgi Sverrisson framreiddi fyrir Sjöfn Þórðar.

Helgi framreiðir nokkrar rétti í þættinum sem bæði gleðja auga og munn. „Þessi réttur fæst til að mynda á staðnum þar sem hið kostulega atriði með Meg Ryan og Billy Crystal var tekið upp í myndinni When Harry meet Sally og Sally gerir sér upp fullnægju að öllum viðstöddum til miklar ánægju,“segir Helgi og er hinn ánægðasti að geta boðið uppá frægasta rétt Katz´s Delicatessen, Pastrami, eldaðan frá grunni. Katz's Delicatessen er mjög þekktur staður í New York og Bandaríkjunum og hefur getið sér gott orð fyrir heitar samlokur með reyktu og krydduðu nautakjöti. Í eldhúsinu leynist einstakur reykofn þar töfrarnir gerast og eiga sér enga líka.

M&H 20&sjöMathús&ar 1.jpg

Meira um töfrana í matargerðinni á 20&SJÖ Mathús & bar í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.