Létu drauminn rætast og hönnuðu draumapallinn með heitum potti

Með hækkandi sól og sumri langar mörgum til að fegra garðana sína og eiganast draumapallinn þar hægt er að njóta upplifana heima. Bjargey Ingólfsdóttir lífstílsbloggari og fagurkeri og eiginmaður hennar ákváðu að láta drauminn rætast og hönnuðu og byggðu sinn draumapall með aðstoð góðra manna sem hægt er að njóta allan ársins hring.

Sjöfn Þórðar heimsækir Bjargeyju á pallinn og fær innsýn aðstöðuna og hvernig má stækka heimilið með góðum palli þar sem hugsað er fyrir afþreyingu og gæðastundum fyrir alla fjölskylduna. „Pallurinn er 75 fermetrar og góð viðbót við stofuna og hérna getum við verið meira og minna á sumrin. Við borðum hér úti á kvöldin og ég fer nánast alltaf út með morgunmatinn,“ segir Bjargey og að pallurinn sé kærkomin viðbót og auki gæðastundir fjölskyldunnar.

Bjargeyju er margt til lista lagt og heldur hún úti heimasíðunni Bjargey & Co þar sem hún deilir með lesendum hugleiðingum sínum, fjölskyldulífi, ferðalögum uppskriftum og öðrum áhugamálum. Bjargey er mikilll fagurkeri og leggur mikinn metnað í að leggja fallega á borð og útbúa dýrindis kræsingar sem bæði gleðja bragðlaukana og augað.

„Ég hef mjög gaman að því að taka myndir og er mikill heimilisdúllari, ávallt að prófa nýjar uppskriftir, ég er alltaf að breyta einhverju og skreyta, svo mér fannst tilvalið að deila með fleirum frá mínu hverdagslífi og byrjaði að setja inn uppskriftir og myndir,“ segir Bjargey um tilurð þess að hún fór að halda úti heimasíðu sinni. „Ég byrjaði sem áhugamanneskja sem síðan þróaðist ótrúlegt hratt út það að verða hluti að minni atvinnu,“ segir Bjargey.

Humarsalat að hætti Bjargeyjar.

Þegar gesti ber að garði tekur Bjargey ávallt höfðingjalega á móti þeim og engin undantekning var á því þegar þátturinn Fasteignir & Heimili kom í heimsókn.

Bjargey dekkaði upp glæsilegt hádegisverðarborð og bauð uppá sælkerakræsingar, humarsalat með epla- og hvítvínssósu sem er einn vinsælasti rétturinn hennar á blogginu og bráðnar í munni. Sjón er sögu ríkari. Missið ekki af skemmtilegu innliti á pallinn til Bjargeyjar í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.