Letihaugur stöðvaður af lögreglu í morgun: svona á ekki að hafa bílinn þegar ekið er af stað

Ökumaður fékk 20 þúsund króna sekt í morgun. Lögreglan á Norðurland eystra birti mynd á Facebook af bifreið sem var stöðvuð á Akureyri. Annað hvort var viðkomandi á mikilli hraðferð eða kærulaus letihaugur sem nennti ekki að hafa fyrir því að skafa bílinn og setti þannig aðra ökumenn í hættu. Lögreglan segir:

„Í dag ætlum við að minna ökumenn á að hreinsa snjó og hélu vel af öllum rúðum bifreiða sinna áður en ekið er af stað. Samkvæmt nýju umferðarlögunum er 20.000 kr sekt við því að aka með hélaðar rúður eða ef útsýn úr bifreiðinni er skert með öðrum hætti. Myndirnar sýna dæmi um það hvernig á ekki að hafa bifreiðina þegar ekið er af stað.“

\"\"

\"\"