Lenti í skelfi­legu slysi á Gullin­brú daginn eftir að hann fékk bíl­próf

24. nóvember 2020
18:37
Fréttir & pistlar

Héraðs­dómur Reykja­víkur hefur viður­kennt að öku­maður sem slasaðist al­var­lega í bíl­slysi haustið 2014 eigi rétt á fullum og ó­skertum bótum frá Vá­trygginga­fé­lagi Ís­lands. Á­greiningur var uppi um það hvort or­sakir slyssins mætti rekja til stór­kost­legs gá­leysis öku­mannsins og hvort trygginga­fé­lagið gæti með réttu skert bætur til hans.

Slysið varð við Gullin­brú í Reykja­vík þann 14. októ­ber 2014 en öku­maðurinn, þá sau­tján ára, hafði fengið öku­réttindi degi fyrir slys­dag. Missti öku­maðurinn stjórn á öku­tækinu er hann ók á hægri ak­rein norður Gullin­brú með þeim af­leiðingum að bif­reiðin fór yfir kant­stein, upp á graskant og hljóð­mön sem er við veginn, fór í loft­kasti fram af hljóð­möninni þar sem hún endaði nokkru norðar. Þaðan kastaðist hún yfir á ljósa­staur, síðan á tíma­töflu­staur við bið­skýli strætis­vagna, þá á bið­skýlið, og þaðan yfir á ak­brautina þar sem bif­reiðin stöðvaðist á hvolfi á vinstri ak­rein.

Öku­maðurinn hlaut al­var­lega á­verka í slysinu, meðal annars heila­blæðingu, höfuð­kúpu­brot, and­lits­brot og brot á báðum fram­hand­leggs­beinum í hægri fram­hand­legg. Dvaldi hann á gjör­gæslu­deild í hálfan mánuð eftir slysið. Hefur hann verið metinn til fulls ör­orku­líf­eyris hjá Trygginga­stofnun vegna af­leiðinga slyssins og hvorki getað unnið né lagt stund á nám eftir það.

VÍS til­kynnti öku­manninum sumarið 2015 að til greina kæmi að skerða eða fella niður bóta­rétt vegna vís­bendinga um að slysið mætti rekja til hrað­aksturs. Það var svo árið 2017 að trygginga­fé­lagið til­kynnti að það hefði á­kveðið að skerða bætur um helming. Eftir að mál var höfðað féllst trygginga­fé­lagið á að hækka hlut­fall bóta í 2/3 hluta.

Mikil ó­vissa var uppi um öku­hraða bif­reiðarinnar þegar slysið varð en svo­kallaðir yfir­mats­menn töldu senni­legast að henni hefði verið ekið á 89 kíló­metra hraða, en þarna er 60 kíló­metra há­marks­hraði. Mat dómari það svo að öku­maðurinn hefði sýnt af sér stór­kost­legt gá­leysi.

Í niður­stöðu dómsins kemur fram að stór­kost­legt gá­leysi leiði þó ekki for­taks­laust til þess að heimilt sé að fella niður eða skerða bóta­rétt tjón­þola.

„Þótt ungur aldur öku­manns geri ekki minni kröfur til öku­lags hans sam­kvæmt um­ferðar­lögum þá hefur aldur hans á­hrif á mat á því hvort honum verði gert að sæta skerðingu á bótum vegna líkams­tjóns. Stefnandi var 17 ára á slys­degi og reynslu­lítill öku­maður. Mæla þessi at­vik með því að síður komi til á­lita að beita heimild til lækkunar bóta,“ segir dómnum.

Þá er bent á að hann hafi verið í fram­halds­skóla þegar slysið varð. Varan­legt líkams­tjón hans sé gríðar­legt og gerir honum ó­kleift að stunda frekara nám eða vinnu sem nokkru nemi.

„Þá ber jafn­framt að líta til þess að hin flókna at­burða­rás slyssins og al­var­legar af­leiðingar þess verða, að minnsta kosti að hluta til, raktar til að­stæðna á slysstað, þá fyrst og fremst til hljóð­manar sem liggur á milli ak­brautar og göngu­stígs, sem bif­reiðin kastaðist fram af. Þótt á­hrif þessarar hönnunar um­ferðar­mann­virkisins á at­burða­rás slyssins séu ekki fylli­lega ljós er ó­hætt að slá því föstu að hún var með­verkandi or­sök þess hve tjón stefnanda varð mikið.“

Segir í niður­stöðunni að þegar litið er til framan­greindra að­stæðna stefnanda og at­vika í heild sé ekki unnt að fallast á það með VÍS að fé­laginu sé heimilt að skerða bætur til öku­mannsins á grund­velli eigin sakar hans, þrátt fyrir að hann teljist hafa sýnt af sér stór­fellt gá­leysi með aksturs­lagi sínu.