Leitinni að skipverjanum hætt í dag

Leit að sjó­manninum sem leitað hefur verið að undan­farna daga í Vopna­firði hefur verið hætt í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hann heit Axel Jósefs­son Zarioh og er á ní­tjánda aldurs­ári og hann bú­settur í Kópa­vogi.

Leitað hefur verið án árangurs í dag, meðal annars hefur verið notaður prammi með glærum botni sem hægt er að sjá í gegn um niður á botn á grunn­sævi. Leitarskilyrði verða endurmetin á morgun.