Leik­skóla­kennari miður sín vegna aug­lýsingar sem ó­létta konan hans fær sendar: „Gjör­sam­lega glatað og ó­geðs­legt“

Leik­skóla­kennari er heldur miður aug­lýsingum sem „kas­ó­létta konan“ hans hefur fengið frá Goog­le upp á síð­kastið. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter.

„Konan er kas­ó­létt og googlar þess vegna mikið af hlutum tengt barn­­eign. Ný­­lega hefur þessi aug­­lýsing verið að poppa upp hjá henni fyrir barna­­leg­­steina í gegnum goog­le adsen­se
Hversu fucked er þetta? "Til hammó barnið og BTW, það er frí heim­­sending hjá okkur ef það vantar leg­­stein,“ skrifar kennarinn á Face­book undir nafninu Öggi.

Þó nokkrir hafa skrifað at­huga­semd við færsluna og virðist fólki brugðið við að þetta sé veru­leikinn. „Þetta er svo gjör­sam­lega glataða og ó­geðs­legt,“ skrifar Mattý. „Þetta á ekki að aug­lýsa. Úff,“ bætir Óli Jens við.

„Úff þetta er hræði­legt,“ skrifar Elísa­bet Welding Sigurðar­dóttir.

Krist­rún Emilía bendir að það væri góð hug­mynd að senda fyrir­tækinu skila­boð þar sem ekki er víst að þau átti sig á því að algóryt­hminn sendir fólki þetta.