Leifur og Ólafur fóru heim til Sigríðar til að gefa henni spillingarverðlaun - Myndband

Skiltakallarnir, Ólafur og Leifur bönkuðu upp á hjá Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á nýársdag. Henni voru færð blóm og hún krýnd spilltasti stjórnmálamaður ársins 2020.

„Sigríður kannaðist strax við okkur starfsmennina úr skiltagerðinni og tók vel á móti okkur og þáði blómin, allt fór vel fram að venju. Frábær frammistaða Sigríðar sem hefur vakið athygli um alla Evrópu", skrifa Skiltakallarnir á Facebook.

Sigríður var kosin spilltasti stjórnmálamaður ársins 2020 af skiltagerðinni.

„Með miklum yfirburðum í forvalinu og svo kosningunni þá varð fljótt ljóst að ein manneskja væri nú fremri öllum öðrum. Sigríður Andersen, til hamingju með titilinn í ár og þú hefur svo sannarlega unnið fyrir honum, nægir bara að nefna Landsréttarmálið og að enginn hefur unnið eins gegn gegndarlausum flótta flóttamanna hingað og þú. Það leikur enginn vafi á dugnaði þínum og eljusemi Sigríður, hvort sem fólk kærir sig um eður ei, þá hafa ákvarðanir þínar vakið athygli víða um lönd. Engum Dómsmálaráðherra hefur tekist að rústa trausti Íslands á erlendum vettvangi sem þú og óskum við þér til hamingju með titilinn spilltasti stjórnmálamaður landsins 2020."

Myndbandið af heimsókn þeirra Ólafs og Leifs má sjá hér að neðan: