Laun forsetans hækka um 200 þúsund

Ráðamenn þjóðar­inn­ar fá ágæt­is bú­bót frá kjararáði nú þegar skammt er til jóla. Launa­hækk­un um 9,3% þýðir að laun for­set­ans hækka um tæp­ar 200.000 krón­ur á mánuði og for­sæt­is­ráðherra um rúm­ar 118.000.

Að því er fram kemur í frétt mbl.is um þetta efni í dag þýðir aft­ur­virkni ákvörðun­ar­inn­ar að for­set­inn fær hátt í 1,8 millj­ón­ir í laun aft­ur í tím­ann.

Í ákvörðun­inni var miðað við niður­stöðu gerðardóms um kjör fé­laga í aðild­ar­fé­lög­um Banda­lags há­skóla­manna og í Fé­lagi ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga. Í töfl­unni hér fyr­ir ofan má sjá hvaða áhrif hækk­un­in hef­ur á grunn­laun for­set­ans, for­sæt­is­ráðherra, annarra ráðherra í rík­is­stjórn­inni og Alþing­is­manna.

Þá eru hins veg­ar ótal­in þau áhrif sem aft­ur­virkni ákvörðunar kjararáðs hef­ur, svo áfram sé vitnað í mbl.is. Miðað var við að í til­felli BHM hafi launa­hækk­an­ir miðast við 1. mars á þessu ári. Ráðamenn þjóðar­inn­ar, og aðrir emb­ætt­is­menn sem heyra und­ir kjararáð, eiga því von á viðbót­ar­launa­greiðslu fyr­ir níu mánaða tíma­bil.

For­set­inn fær þannig 1.772.658 króna greiðslu ofan á þau laun sem hann hafði þegar þegið frá 1. mars til og með 1. nóv­em­ber. For­sæt­is­ráðherra fær 1.065.456 krón­ur aft­ur­virkt, aðrir ráðherr­ar 962.919 krón­ur og þing­menn 545.265 krón­ur.

Síðast tók kjararáð ákvörðun um al­menna hækk­un 30. júní í fyrra. Þá voru laun ráðamanna og emb­ætt­is­manna hækkuð um 3,4% og gilti hækk­un­in frá 1. fe­brú­ar það sama ár, svo sem segir í frétt mbl.is.