Lauflétt og ferskt pastasalat sem bragð er af

Gott pastasalat stendur alltaf fyrir sínu, hvort sem það er heitt eða kalt. Þessi útfærsla er úr smiðju Berglindar Hreiðars okkar sívinsæla köku- og matarbloggara hjá Gotterí og gersemar og er ótrúlegt einfalt og lauflétt að útbúa.

„Þessi útfærsla minnti mig mikið á sesarsalat nema með pasta og pestó að auki, algjörlega fullkomin blanda,“segir Berglind og bætir jafnframt við að þægilegt að sé að útbúa þetta salat í helgarlokin og jafnvel nýta afganga að kjúkling eða öðru léttu kjötmeti frá helginni í þennan rétt.

M&H 2 Pastasalat-3-683x1024.jpeg

Pestó pastasalat uppskrift

Fyrir 4

500 g Rigatoni pasta

1 krukka Sacla Basil Pesto (190 g)

2 kjúklingabringur (eldaðar)

200 g beikon

Romaine salat

4 msk. söxuð fersk basilíka

Brauðteningar

Furuhnetur

Ceasarsalat-dressing

  1. Eldið kjúklinginn og skerið í bita.
  2. Steikið og þerrið beikonið, gott er að hafa það stökkt og síðan skera niður.
  3. Sjóðið pasta og sigtið vatnið síðan frá.
  4. Blandið pestó saman við pastað, saxið salatið og blandið því ásamt basilíku, brauðteningum, kjúkling og beikoni saman.
  5. Berið fram með ceasarsalat-dressingu og furuhnetum.

Hægt að snæða bæði kalt og heitt, eftir smekk hvers og eins.

Njótið vel.