Láta ráða­menn heyra það á netinu: „Nei Willum, þetta eru engin tíma­mót“

Ríkis­stjórnin boðaði til blaða­manna­fundar í Safna­húsinu í dag og til­kynnti lands­mönnum að á mið­nætti mega 50 manns koma saman. Grímu­skylda verður á­fram við líði og er stefnt að því að af­létta öllu á næstu sex til átta vikum. „Þetta eru tíma­mót“ sagði Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra á fundinum

Svo virðist sem ekki séu margir sam­mála heil­brigðis­ráð­herranum ef marka má tíst dagsins en þar keppist fólk við að láta ráða­menn heyra það og hefðu flestir viljað sjá ríkis­stjórnina ganga lengra.