Lang­flestir á Ís­landi segja lík­legt að þeir þiggi bólu­efni

15. september 2020
18:00
Fréttir & pistlar

Níu af hverjum tíu Ís­lendingum segja lík­legt að þeir myndu þiggja bólu­setningu gegn CO­VID-19 þegar byrjað verður að bjóða upp á hana. Tæp­lega 6% segja það ó­lík­legt og rúm­lega 4% segja það hvorki lík­legt né ó­lík­legt.

Rétt innan við helmingur lands­manna segir öruggt að hann þiggi bólu­setningu gegn CO­VID-19. Þetta er sam­kvæmt niður­stöðum nýs Þjóðar­púls Gallup. Flest bendir til þess að bólu­efni gegn veirunni verði komið í al­menna dreifingu á næsta ári ef allt gengur eftir.

Sam­kvæmt niður­stöðum Þjóðar­púlsins segja nær þrír af hverjum tíu það mjög lík­legt og rúm­lega 12% segja það frekar lík­legt. Innan við 3% segja öruggt að þau myndu ekki þiggja bólu­setningu, rúm­lega 1% segir það mjög ó­lík­legt og tæp­lega 2% segja það frekar ó­lík­legt.

Í til­kynningu frá Gallup er vísað í niður­stöður al­þjóð­legrar könnunar rann­sóknar­fyrir­tækisins Ipsos, sem gerð var ný­lega í 27 löndum víðs vegar um heiminn, en þær benda til þess að al­mennt myndu um þrír af hverjum fjórum þiggja bólu­setningu.

„Þó spurning og svar­mögu­leikar séu ekki ná­kvæm­lega eins milli kannana virðast Ís­lendingar vera meðal þeirra þjóða sem eru lík­legastar til að þiggja bólu­setningu. Af þeim þjóðum sem al­þjóð­lega könnunin var lögð fyrir eru það að­eins Kín­verjar sem virðast lík­legri en Ís­lendingar til að þiggja bólu­setningu,“ segir í til­kynningu Gallup.

Mark­tækur munur var á svörum fólks eftir því hvaða flokk það kysi til Al­þingis, en þeir sem kysu Vinstri græn (98%) eru lík­legastir til að þiggja bólu­setningu. Þar á eftir koma kjós­endur Fram­sóknar­flokksins (94%), Við­reisnar (91%) og Sjálf­stæðis­flokksins og Sam­fylkingar (89%).