Lágu á bílflautunni fyrir utan embætti landlæknis: „Lokið landamærunum“

20. mars 2020
11:05
Fréttir & pistlar

Mikill hávaði var við embætti landlæknis í Katrínartúni í morgun en þrjár manneskjur á tveimur bílum lágu þar á bílflautunni og kröfðust þess að landamærum landsins yrði lokað fyrir ferðamönnum.

Víða um heim hafa stjórnvöld gripið til þeirra ráða að loka landamærum landsins til þess að hefta útbreiðslu kórónaveirufaraldursins en ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða hér á landi.

Boðað var til mótmælanna á Facebook og var það Frakki sem skipulagði mótmælin. Upprunalega stóð til að mótmæla fyrir utan Alþingi en fljótlega var bent á að Alþingi hafði lítið með ákvarðanir um lokun landamæra að gera.

Fólk var hvatt til að mæta á sínum einkabílum í ljósi samkomubannsins en fámennt var á mótmælin sem hófust klukkan 10. Myndband af mótmælunum má sjá hér fyrir neðan.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink