Læknir varpar ljósi á það sem sjúk­lingar sjá rétt áður en þeir deyja úr CO­VID-19

26. nóvember 2020
16:58
Fréttir & pistlar

„Ég vona að þitt síðasta andar­tak verði ekki svona,“ segir Dr. Kenneth Remy, læknir í Mis­souri í Banda­ríkjunum, í mynd­bandi sem vakið hefur mikla at­hygli. CBS News fjallaði um mynd­bandið.

Í mynd­bandinu reynir hann að varpa ljósi á það hvað sjúk­lingar sjá áður en þeir deyja af völdum CO­VID-19. Remy starfar meðal annars á Barna­spítalanum í St. Louis og Bar­nes-Jewish-sjúkra­húsinu í St. Louis og hefur hann meðal annars með­höndlað ein­stak­linga með CO­VID-19.

Í mynd­bandinu benti Remy á að sjúk­lingar, sem eru mjög langt leiddir vegna CO­VID-19, andi um það bil 40 sinnum á mínútu en á sama tíma fellur súr­efnis­mettunin langt niður undir 80.

Mark­mið Remy með birtingu mynd­bands er að hvetja fólk til að taka veiruna al­var­lega og passa upp á nauð­syn­legar varnir.

„Þetta er það sem þú gætir séð ef þú byrjar ekki að nota grímu, passa upp á fjar­lægðina eða þvo þér um hendurnar. Ég lofa þér, þetta er það sem þú munt sjá.“