Lækna- Tómas segir þetta ömur­lega þróun „sem er mikil­vægt að berjast gegn“

Frétta­blaðið greindi frá því morgun að kanadískur auð­kýfingur hefur fest kaup á jörðinni Horni í Skorra­dal en innan hennar er hið þekkta fjall Skessu­horn. Hyggst hann byggja þar 1.000 fer­metra villu og 700 fer­metra gesta­hús.

Fjallið Skessu­horn er bæði þekkt fyrir fegurð sína og sem vin­sæl göngu­leið fjall­göngu­manna. Er það eitt þekktasta fjall Borgar­fjarðar og af því dregur héraðs­blaðið heiti sitt.

Skurð­læknirinn Tómas Guð­bjarts­son, betur þekktur sem Lækna-Tómas, er allt annað en sáttur með þessa þróun

„Það er um­­hugsunar­efni þegar er­­lendir auð­jöfrar kaupa ís­­lenskar náttúru­­perlur eins og Skessu­horn í Borgar­­firði - eitt fal­­legasta fjall landsins. Vonandi virðir hann al­manna­rétt Ís­­lendinga og annarra sem vilja klífa þetta ein­s­taka fjall - og fer ekki að loka svæðinu eins og sumir kollegar hans hafa gert annars staðar á landinu. Það er ömur­­leg þróun - sem mikil­­vægt er að berjast gegn,“ skrifar Tómas.