Lækna-Tómas hjólar í Arion banka - Bubbi: „Loka þessu veri“

Undir­ritun vilja­yfir­lýsingar milli Arion banka og PCC SE, meiri­hluta­eig­anda kísil­versins á Bakka í Helgu­vík, um mögu­leg kaup á verinu hefur lagst illa í marga.

Einn þeirra sem er ó­sáttur er Tómas Guð­bjarts­son hjarta­skurð­læknir á Land­spítala og skrifaði hann af harð­orða færslu á Face­book. Meðal þeirra sem taka undir með lækninum er tón­listar­maðurinn góð­kunni Bubbi Mor­tens sem kemst svo að orði: „loka þessu veri“.

Stakka­berg er nú­verandi eig­andi versins og er fé­lagið sjálft í eigu Arion.

Starf­semi kísil­versins var stöðvuð af Um­hverfis­stofnun eftir tíðar bilanir og fjöldann allan af kvörtunum frá í­búum og því síðan lokað í septem­ber 2017.

Tómas segist marg­sinnis ritað um kísil­verið og hneykslast á því. Það hafi verið fagnaðar­efni er því var lokað, eftir að í­búar hafi „veikst af út­blæstri verk­smiðjunnar - sem allir eru sam­mála um að standi allt­of ná­lægt í­búa­byggð.“

„Nú er Arion­banki aftur mættur með adrena­lín­sprautu sem ætluð er löngu dauð­vona verk­smiðju. Á­stæðan er ef­laust sögu­lega hátt kísil­verð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Co­vid-far­aldrinum líkur. Breytinga­til­lögur Stakka­bergs á þessu verk­smiðju­líki hefur Skipu­lags­stofnun af ó­skiljan­legum á­stæðum blessað – sem þó rétt­lætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verk­smiðjan er afar mengandi, en á fullum af­köstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki í­búar né bæjar­yfir­völd í Reykja­nes­bæ sjá verk­smiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsu­spillandi og ljót.“

Kísil­verið um­deilda.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Læknirinn spyr hvort Arion banki ætli sér að fara gegn vilja íbúa í ná­grenni kísil­versins og bæjar­yfir­valda einungis af gróða­sjónar­miðum. Hann spyr enn fremur hvort þessar fyrir­ætlanir séu í sam­ræmi við að­gerðir bankans í lofts­lags­málum og spyr hver sam­fé­lags­leg á­byrgð hans sé.

„Eða er bankinn úlfur i í sauða­gæru sem á heima­síðu sinni aug­lýsir græn gildi og skartar banka­stjóra sem ný­lega var valinn Markaðs­maður ársins? Bankinn skilaði jú met­hagnaði í krónum talið og telst varla á vonar­völ. Er ekki kominn tími til að bankinn for­gangs­raði með um­hverfi og heilsu fólks að leiðar­ljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við.“