Kveikjum á ljósi og músík

Það er eiginlega ekkert jafn hvimleitt og bansettans innbrotsþjófarnir sem virðast vera alltaf að, jafnt að degi sem nóttu. En þá er auðvitað að kunna ráð sem fælir þá frá eða vekur þeim efa. Gagnlegt er að hafa kveikt á ljósi í stærstu vistarverunni sem gefur til kynna að einhver sé heima, en það kostar fáeinar krónur - og eins er óvitlaust að hafa kveikt á einhverri græjunni, útvarpi eða sjónvarpi, sem auðvelt er að túlka sem svo að húsið sé ekki mannlaust. Þetta tvennt fer ágætlega saman og ríður fjárhagnum ekki að fullu. Svo er hitt, sem er farsælast; nágrannavarsla í einni eða annarri mynd; ef ekki sú viðameiri, þá að minnsta kosti ættingi sem tekur part af eigin rusli að heiman, sporar heimdragann og setur jukkið í ruslatunnuna ásamt augljósum parti af þeim pósti sem safnast hefur saman innan við aðaldyrnar. Málið er nefnilega þetta; ekki auglýsa að maður sé að heiman ...