Kvart og kvein: vissu þetta áður en þau settust á þing

Margir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, kvarta sáran yfir því að starf þingmannsins sé ekki fjölskylduvænt. Eins og að eðli starfsins hafi verið þeim hulið þegar þeir buðu sig fram. Svona svipað að þeir sem réðu sig í vaktavinnu kæmi á óvart að þurfa að vinna stundum á kvöldin og gætu því ekki alltaf lesið fyrir börnin fyrir svefninn.

Þótt vissulega mætti skipuleggja störfin í þingsal betur þá eru þau samt ekki nema brot af störfum þingmanns. Þessir örfáu þingfundir á kvöldin og stundum inn í nóttina gerir starfið, ef starf skyldi kalla, ekki ófjölskylduvænt. Svo hafa þingmenn meira svigrúm en launþegar almennt og mætti í raun segja að starf þingmannsins sé fjölskylduvænna en gengur og gerist.

Svo má ekki gleyma því að aðstoð við þingmenn hefur aukist til muna og létt undir. En stjórnmálamaður sem eitthvað vill leggja til málanna er þó alltaf í vinnunni og valdi það hlutskipti.

Höfundur er þingmaður