Kristján Þór „lækaði“ færslu með harðri gagn­rýni á RÚV vegna umfjöllunar um Sam­herja­

Kristján Þór Júlíus­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og sjávar­út­vegs­ráð­herra, setti „læk“ við færslu á Face­book um liðna helgi þar sem fram kom nokkuð hörð gagn­rýni á RÚV vegna frétta­flutnings af mál­efnum Sam­herja.

Stundin vakti at­hygli á þessu í gær­kvöldi.

Færslan sem Kristján Þór „lækaði“ er eftir Ingunni Björns­dóttur, prófessor í lyfja­fræði við Há­skólann í Osló. Í færslunni sagðist Ingunn hafa freistast til að blanda sér í um­ræður á Face­book þar sem fram kom meðal annars að Sam­herja­menn væru „ó­alandi og ó­ferjandi og mjög lík­lega glæpa­menn líka, - af því að Helgi Seljan segir það.“

Í færslunni segir hún:

„Þó hafa Sam­herja­menn enga dóma hlotið, en hið gagn­stæða á við: ein ríkis­stofnun hefur fengið á sig dóma fyrir að hafa farið of­fari gegn fyrir­tækinu og for­stjóra þess.

Minnug Lúkasar­málsins (blessuð sé minning þess) tel ég far­sælla að bíða eftir dóms­kerfinu, nema maður sé bein­línis í að­stöðu til að kafa svo í mál að maður geti myndað sér rök­studda skoðun. Miðað við það sem ég hef skoðað þessi Sam­herja­mál sýnist mér RUV vera á leið með að falla í sömu gryfu og Seðla­bankinn, - að fara of­fari,“ sagði hún.

Í frétt Stundarinnar er bent á að RÚV hafi fjallað um mál­efni Sam­herja í Namibíu í fréttum sínum á föstu­dag, en færsla Ingunnar var skrifuð skömmu eftir mið­nætti á föstu­dag að ís­lenskum tíma. Erfitt sé að skilja „lækið“ öðru­vísi en svo að Kristján Þór sé sam­mála inn­taki færslunnar. Þá er bent á að Kristján Þór og Þor­steinn Már Baldurs­son, for­stjóri Sam­herja, séu góðir vinir en Kristján var um tíma stjórnar­for­maður Sam­herja.

Frétt Stundarinnar hefur vakið tals­verða at­hygli og veltir Kristinn Hrafns­son, fyrr­verandi frétta­maður á RÚV og rit­stjóri Wiki­leaks, málinu fyrir sér. Hann segir í færslu á Face­book í morgun:

„Þegar sjávar­út­vegs­ráð­herrann tekur undir það sjónar­mið að RÚV hafi farið of­fari í Sam­herja­málinu vaknar spurning hvort þetta er opin­ber af­staða ríkis­stjórnar Katrínar Jakobs­dóttur. Þetta er um það bil eina merkið um málið sem hefur komið frá ríkis­stjórninni í seinni tíð.“