Kristján þakklátur fyrir að vera á lífi: Var í 16 daga á gjörgæslu með COVID-19

21. september 2020
09:15
Fréttir & pistlar

„Að fá Co­vid 19 getur verið dauðans al­vara. Að lenda á gjör­gæslu og öndunar­vél er lífs­reynsla sem ég óska engum að lenda í,“ segir Kristján Gunnars­son, fjár­mála­stjóri á skrif­stofu skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­víkur­borgar.

Kristján birti í gær­kvöldi á­hrifa­mikinn pistil á Face­book-síðu sinni þar sem hann lýsir reynslu sinni af CO­VID-19. Kristján greindist með sjúk­dóminn fyrir tæpum sex mánuðum og var hann í hópi þeirra sem þurftu að leggjast inn á gjör­gæslu­deild og fara í öndunar­vél vegna al­var­legra veikinda.

Kristján dvaldi í 16 daga á gjör­gæslu­deild en að því loknu tók við dvöl í ein­angrun á lungna­deild Land­spítalans og loks tveggja vikna endur­hæfing á Reykja­lundi. Hann hefur nú verið frá vinnu í sex mánuði og segir hann að bata­ferlið hafi gengið vel.

Kristján segir í pistlinum að áður en hann greindist hafi hann ekki talið að hann væri í á­hættu­hópi enda vel á sig kominn líkam­lega. Hann segist vera þakk­látur fyrir að vera lífi og þakk­látur fyrir hvern dag. „Ég nýt þess að vera til og hef breytt um for­gangs­röð.“

Kristján segist ekki hafa skrifað pistilinn til að vera með hræðslu­á­róður heldur vilji hann benda á að veiran sé skæð og ó­út­reiknan­leg. „Förum því að öllu með gát og gerum það sem við sjálf getum til að lág­marka smit­hættu,“ segir hann meðal annars.

Kristján veitti Hring­braut góð­fús­legt leyfi til að birta pistilinn og má lesa hann í heild sinni hér að neðan:


COVID-reynslusaga

Um næstu mánaða­mót eru sex mánuðir síðan ég veiktist af Co­vid19 veirunni. - Ég var með mikinn hita (40 gráður) í viku en ekki önnur Co­vi­d­ein­kenni. Ég fór tvisvar í skimun á þessum tíma og bæði sýnin voru nei­kvæð. Ég var tvisvar fluttur á bráða­deild Land­spítalans. Í seinna skiptið var ég lagður inn á gjör­gæslu með mikla öndunar­bilun og súr­efnis­skort og í fram­haldi af því settur í öndunar­vél í tvær vikur til að styðja við lungna­starfs­semina. Sam­tals var ég á gjör­gæslu í 16 daga – bæði í Foss­vogi og við Hring­braut. Í öndunar­vélinni var mér snúið tvisvar á grúfu í 17 tíma hvort skiptið og lá þannig á maganum (og enninu) í rúminu. Grúfu­lega hjálpar til við að auka upp­töku súr­efnis í lungunum og styður þannig við súr­efnis­bú­skap líkamans.

- Ég fékk sterk verkja­lyf (fenan­tyl, sem er opíóða­lyf og dregur gjarnan þá sem „anda sjálfir“ til dauða) og sterk svæfingar­lyf. Auk þess fékk ég lyf til að styðja við blóð­rás líkamans.

- Í öndunar­vélinni upp­lifði ég hræðslu, kvíða, óráð, ruglings­legar minningar og mar­traðir. Mér fannst ég vera í haldi hjá hryðju­verka­mönnum og komst hvergi og upp­lifði að mínir nánustu vissu ekki hvar ég væri. Þetta er al­gengt hjá sjúk­lingum í þessari stöðu og er af­leiðing hinna bráðu og al­var­legu veikinda og með­ferðar á gjör­gæslu­deild.

- Af gjör­gæslu fór ég í viku ein­angrun á lungna­deild Land­spítalans og loks í tveggja vikna endur­hæfingu á Reykja­lund. Eðli­lega var ég grút­mátt­laus og þrek og þol afar lítið. Ég var út­skrifaður af lungna­deild eftir þrjár nei­kvæðar skimanir sem stað­festu að ég var laus við smit og öll líf­færi önnur en lungu voru heil eftir gjör­gæslu­vistina. Lungna­starfs­semi tók tíma að lagast, súr­efnis­mettun var ó­full­nægjandi og hlut­fall rauðu og hvítu blóð­kornanna í ó­jafn­vægi.

- Á Reykja­lundi var ég í tvær vikur í með­ferð. Ég var að­eins sprækari á Reykja­lundi en samt svo mátt­laus að það var meiri­háttar mál að fara í sturtu og skipta um föt. Það var reyndar þannig að þá daga sem ég fór í sturtu þá var á­kveðið að ég færi ekki í sjúkra­þjálfun til að of­keyra mig ekki. Einn daginn fór ég í æfinga­galla­buxur öfugar eftir sturtu­ferðina en hafði ekki kraft til að laga það – og hjúkrunar­fræðingarnir brostu gegnum grímurnar að holningunni á mér. Eftir tvær vikur var ég orðinn fær að sjá um mig sjálfur og því út­skrifaður af Reykja­lundi.

- Þegar heim kom sá ég sjálfur um endur­hæfingu með göngu­ferðum, hjól­reiðum og sundi auk þrekæfinga í sam­ráði við sjúkra­þjálfara á Reykja­lundi. Verk­efnið var að æfa sig og hvíla sig. Mikil­vægast var að fara ekki fram­úr sér í æfingum og hlusta á líkamann og hvíla sig vel. Ég var svo­lítið við­kvæmur and­lega, átti erfitt með að horfa á dag­legu blaða­manna­fundina um töl­fræði um fjölda smitaðra, fjölda á spítala, fjölda á gjör­gæslu, fjölda í öndunar­vél og ekki síst fjölda látinna. Þá gat ég ó­mögu­lega horft á myndina Misery með Kat­hy Bates og James Caan helgina eftir að ég kom heim. Hún minnti mig allt­of mikið á mar­traðirnar á gjör­gæslunni. Eftir­á eru þessar mar­traðir á­kaf­lega spaugi­legar en þær voru ömur­legar meðan á stóð. Þær eru trú­lega gott efni í grát­bros­lega smá­sögu.

- Í sex mánuði hef ég verið frá vinnu. Þumal­putta­regla varðandi af­leiðingar veru á gjör­gæslu og í öndunar­vél er tveggja vikna veikinda­frí fyrir hvern dag hvern dag á gjör­gæslu, eða í mínu til­felli sjö til átta mánuðir. Ég er svo heppinn að hafa notið mikils skilnings hjá sviðs­stjóra og sam­starfs­fólki hjá Skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­víkur­borg og hef fengið „frið­helgi“ hvað sam­skipti við vinnu­staðinn varðar.

- Reynslan þessara sex mánaða hefur kennt mér mikið. Að fá Co­vid 19 getur verið dauðans al­vara. Að lenda á gjör­gæslu og öndunar­vél er lífs­reynsla sem ég óska engum að lenda í. Fyrir ættingja og vini voru það tvær vikur milli vonar og ótta. Ein­angrun á gjör­gæslu kemur í veg fyrir að nánustu ættingjar og vinir geti heim­sótt mann og séð á­standið á manni. Þar verður í­myndunar­afl þeirra að duga – sem er ekki gott. Margir vina minna kviðu því að sjá nýjustu töl­fræðina á dag­legum blaða­manna­fundum. Að sjá nánast ekki and­lit í sex vikur er ekki upp­lífgandi. Að geta hvorki farið á salerni eða í sturtu í 3 vikur er dapur­legt. Að geta ekki hitt og faðmað sína nánustu í sex vikur er ó­hollt.

- Bata­ferlið þessa sex mánuði hefur gengið vel – ég hef sem betur fer losnað að mestu við þau eftir­köst sem Co­vid19 sjúk­lingar hafa upp­lifað eftir „batann“. Vinnu­þrek á eftir að reyna á þegar ég sný aftur til vinnu. Í því er auð­vitað nauð­syn­legt að fara sér hægt og of­keyra sig ekki.

- Fyrir veikindin taldi ég mig ekki vera í á­hættu­hóp. Ég var ekki með neina undir­liggjandi sjúk­dóma. Ég var vel á mig kominn líkam­lega og ég var ekki „gamall“ að eigin mati. Ég fylgdi per­sónu­legum smit­vörnum, en ég veiktist samt. Öll við­mið varðandi á­hættu af veirunni breyttust hins vegar þennan hálfa mánuð sem ég var í öndunar­vélinni.

- Fyrsti hálfi mánuðurinn af þessum sex var ömur­legur. Seinni fimm og hálfur hafa breytt lífi mínu. Ég er þakk­látur fyrir að vera á lífi, ég er þakk­látur fyrir hvern dag og ég nýt þess að vera til og hef breytt um for­gangs­röð. Þeir sem þekkja textann við What a Wonderful World með Louis Armstrong vita hvað ég er að tala um. Ég veit hvað skiptir máli í lífinu en það eru fjöl­skyldan, ættingjar, vinir og kunningjar. Ég hef fundið fyrir því síðasta hálfa árið hvað það er stór hópur. Þá er ég af­skap­lega þakk­látur heil­brigðis­starfs­fólki fyrir ó­metan­lega þjónustu, stuðning og um­önnun við erfiðar sótt­varnar­að­stæður. Þau fá Grímu­verð­launin að mínu mati fyrir frá­bæra frammi­stöðu.

- Ég set ekki þessar hug­leiðingar fram til að vera með hræðslu­á­róður. Ég er að benda á að Co­vid19 veiran er dauðans al­vara. Hún er skæð og ó­út­reiknan­leg. Stundum er hún mjög skæð, eins og í vor. Stundum er hún „veikari“ eins og sl. vikur – sem betur fer. Enginn er ó­hultur og þetta er engan veginn búið. Eina sem við vitum er að við vitum lítið – þó við vitum meira „í dag en í gær“ – og ó­vissa er um hvernig morgun­dagurinn verður.

Förum því að öllu með gát og gerum það sem við sjálf getum til að lág­marka smit­hættu. Stöndum saman í bar­áttunni – með hæfi­legu bili á milli okkar þó.