Kristján stofnar veð­lána­fyrir­tæki: „Ég hef vissu­lega framið ljóta glæpi“

Kristján Markús Sívars­son, sem í­trekað hefur komist í kast við lögin vegna of­beldis­brota, vinnur nú að opnun veð­lána­starf­semi hér á landi á­samt unnustu sinni, Birtu Lind Hall­gríms­dóttur.

Frétta­blaðið greindi fyrst frá þessu í síðustu viku. Kristján sagði við Frétta­blaðið að eftir­spurn væri eftir veð­lána­starf­semi hér á landi og endur­skoðandi væri með í ráðum til að passa upp á allt sé lög­legt. Hefur vef­síðunni Pawns­hop.is verið komið upp þar sem hægt er að nálgast frekari upp­lýsingar.

„Þú byrjar á því að hringja, svo kemur þú með verð­mæti til okkar og við metum hlutinn, við lánum svo allt frá 15 til 50 prósent af verð­mæti hlutarins. Allt eftir á­standi. Svo kemur fólk næstu mánaða­mót og borgar okkur með 50 prósent á­lagningu,“ sagði Kristján. Sá sem fær lánaðar 10 þúsund krónur borgar 15 þúsund krónur til baka. Og ef við­komandi sækir ekki verð­mætin þá verður haft sam­band, að lokum fer hluturinn í sölu.

Kristján er í dag í nokkuð ítar­legu við­tali á vef Vísis um málið þar sem hann segir að allir eigi skilið annað tæki­færi. Hann segir að um verði að ræða heiðar­legan „business“ og hann nenni engu kjaft­æði.

Kristján hefur sem fyrr segir í­trekað komist í kast við lögin. Hann var til dæmis dæmdur í tæp­lega fimm ára fangelsi árið 2015 fyrir ýmis­leg brot, meðal annars líkams­á­rásir, fíkni­efna­brot og þjófnað. Hann viður­kennir að hafa gert slæma hluti.

„Það er voða­lega leiðin­legt ef fólk er hrætt við mig, titlar mig ill­menni. Ég hef vissu­lega framið ljóta glæpi sem maður þyrfti að vera ill­menni til að fram­kvæma. En ég hef verið í mikilli neyslu og rugli,“ segir hann meðal annars í við­talinu við Vísi.

Í við­tali við Frétta­blaðið í síðustu viku sagði Kristján að hann hefði sjálfur viljað veð­setja hluti.

„Litla manninn vantar að geta fengið pening þótt hann hafi ekkert láns­traust, ég hef sjálfur lent í því að þurfa pening strax og koma að öllum dyrum lokuðum,“ sagði hann og lagði á­herslu á að ekki yrði tekið við þýfi.

„Ef fólk kemur með slíkt þá verður það til­kynnt til lög­reglu. Við fáum kvittun ef þetta eru dýrir hlutir, við viljum sjá að þú eigir hlutinn.“