Kristján Freyr telur flóttann af RÚV stafa af bílastæðaskorti í Efstaleiti

Kristján Freyr Halldórsson, trommari og fyrrverandi starfsmaður RÚV, segir það eina sem rætt var á starfsmannafundum RÚV þegar hann starfaði þar fyrir þremur árum hafi verið skortur á bílastæðum.

Kristján segir frá málinu í Twitter-færslu.

Hann segist vona að fólksflóttinn úr Efstaleitinu, RÚV, sé ekki sprottinn úr því að þeir sem ekki fái stæði hætti einfaldlega.

Vísar Kristján Freyr til þess mikla fólksflótta sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga en margir starfsmenn hafa látið af störfum sínum hjá RÚV.

Í dag var greint frá því að sjónvarps- og fréttamaðurinn, Helgi Seljan, hefði látið af störfum og hafa einhverjir lýst yfir áhyggjum sínum af stöðunni.