Kristín fékk hálf­­­gert á­­fall þegar hún kom til Ís­lands – „Ég get alls ekki sætt mig við að vera litin horn­auga“

Kristín Sigur­jóns­dóttir segir að hún hafi upp­lifað sig sem fer­lega leiðinda­skjóðu að undan­förnu fyrir að vilja að fólk fari eftir tveggja metra reglunni í því á­standi sem nú ríkir. Hún segist hafa upp­lifað sig öruggari í út­löndum en hér heima.

Kristín, sem er frétta­stjóri Trölla.is skrifar um upp­lifun sína, en hún hefur dvalið á Spáni síðustu mánuði en er nú komin heim til Ís­lands.

„For­saga þessarar leiðinda upp­lifunar er að ég kom er­lendis frá fyrir um tveimur vikum síðan eftir að hafa dvalið þar í Co­vid-19 storminum,“ segir hún en út­göngu­bann ríkti um tíma og eftir að því lauk voru sett fjar­lægðar­mörk og grímu­skylda sett á. Hún segir að allan þann tíma sem hún dvaldi er­lendis hafi hún upp­lifað sig örugga og allir hafi tekið til­lit til hver annars.

„Það var alveg sama hversu rými voru lítil, það var alltaf fundin lausn á að við­halda fjar­lægðar­mörkum fyrir bæði við­skipta­vini og starfs­fólk.“

Kristín segir að þegar hún flaug heim hafi henni fundist að ekki væri farið eftir þeim reglum sem voru við lýði á Ís­landi. Þannig hafi hún setið við hliðina á alls ó­kunnugri mann­eskju þó að fjöldi sæta væri laus í vélinni.

„Eftir að hafa farið í Co­vid-19 sýna­töku í Leifs­stöð var brunað beint heim norður í land. Þar fór ég al­gjör­lega eftir þeim reglum sem settar voru um heim­komu­smit­gát og lauk henni þegar SMS-ið frá smitrakningu kom, eftir seinni sýna­tökuna, um að ég reyndist vera nei­kvæð,“ segir hún.

Þegar nei­kvæða niður­staðan barst fór hún að fara út á meðal fólks, í göngu­túra og verslanir. „Ný­lega varð ég fyrir hálf­gerðu á­falli, ég hef marg­oft orðið þess vör að það er engan veginn verið að virða mann­réttindi mín og þær reglur sem settar hafa verið vegna 2ja metra reglunnar,“ segir hún og bætir við að þegar hún maldaði í móinn í eitt sinn hafi hún upp­lifað sig sem nöldrandi leiðinda­skjóðu.

„Því í ó­sköpunum á ég að þurfa að upp­lifa leiðindi vegna þess að ég vil fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið til að verja okkur? Er bara alls ekki sátt við það.“

Kristín segir að hún sé ekki til­búin að forðast það að fara út á meðal fólks og lifa eins eðli­legu lífi og hægt er bara því sumum sam­borgurum hennar finnst þeir ekki þurfa að fara eftir reglum.

„Ég ætla að taka á­byrgð á mér og gera allt sem í mínu valdi stendur til að við­halda öryggi mínu og minna. Get alls ekki sætt mig við að vera litin horn­auga þegar ég bið fólk vin­sam­lega að taka til­lit til 2ja metra reglunnar. Vil einnig þakka þeim sem virða hana. Vin­sam­lega takið til­lit til mín.“

Pistill Kristínar í heild sinni.