Konráð birtir gögn og spyr: Verður ekki fallið frá hörðum takmörkunum strax í dag?

Konráð Guðjónsson hagfræðingur setur stórt spurningamerki við sóttvarnartakmarkanir ríkisstjórnarinnar og vísar hann í tölur Landspítala, en eins og allir vita þá er það helsta takmark aðgerðanna að minnka álagið á spítalann.

Hann sagði nýverið: „Í dag eru svo jafn margir inniliggjandi og fyrir 5 dögum, jafn margir í öndunarvél og fyrir mánuði, og jafn margir á gjörgæslu og í ársbyrjun. Samt fjölgar og fjölgar smitum um 1000+ á dag.“

Konráð segir svo á Twitter í dag:

„Í dag eru svo jafn margir inniliggjandi og fyrir 7 dögum (fækkar um 6 milli daga), jafn margir í öndunarvél og í lok desember, og jafn margir á gjörgæslu og fyrir mánuði,“ segir hann og birtir gögn máli sínu til stuðnings.

Hann spyr svo: „Er ekki alveg öruggt að fallið verði frá nýjustu hertu takmörkunum strax í dag?“