Kol­brúnu blöskrar stíf­leiki borgarinnar: „Flækju­­stig og skrif­­finnska sem fylgir um­­­sókn af þessu tagi er út í hött“

Kol­brún Baldurs­dóttir, borgar­full­trúi Flokk fólksins, er allt annað en sátt með með reglu­gerð um hollustu­hætti og vill breyta henni.

„Mér blöskrar alveg stíf­­leiki borgarinnar þegar óskað er eftir heim­­sókn hunda t.d. í skóla. Ég lýsti hneykslun minni í þessari bókun sem ég lagði fram í gær í borgar­ráði þegar fundar­­gerð heil­brigðis­­nefndar var lögð fram,“ skrifar Kol­brún.

„Bókun Flokks fólksins undir liðnum fundar­­gerð heil­brigðis­­nefndar frá 8. septem­ber 2022:
Sótt er um undan­þágu fyrir heim­­sókn hunds í skóla­­stofu eins skóla í borginni. Full­­trúi Flokks fólksins telur orðið brýnt að breyta reglu­­gerð um hollustu­hætti. Flækju­­stig og skrif­­finnska sem fylgir um­­­sókn af þessu tagi er út í hött,“ heldur hún á­fram.

„Sama gildir sé óskað eftir heim­­sókn hunda á hjúkrunar­heimili ef því er að skipta. Hér er um að ræða heim­­sókn hunds tvisvar í viku í fá­einar klukku­­stundir í senn og skil­yrðin sem sett eru eru með ó­­líkindum. Meðal skil­yrða er t.d. sér­­­stök leið fyrir hundinn út og inn, stofan þrifin hátt og lágt eftir heim­­sókn hundsins og sér­­stakar ráð­­stafanir vegna öryggis­­mála. Reglu­­gerð sem þessi er aftan úr forn­öld og ekki borginni til sóma. Kominn er tími á að nú­­tíma­væðast þegar kemur að sam­­skiptum við gælu­­dýr í opin­berum byggingum,“ skrifar Kol­brún að lokum.