Kol­brún jarðar Ey­þór Arnalds: „Eins og litla and­setna stúlkan í The Exorcist“

Kol­brún Berg­þórs­dóttir, menningarritstjóri á Frétta­blaðinu, ritaði afar at­hyglis­verðan leiðara í Frétta­blaði dagsins í dag sem fjallaði um van­hæfni Ey­þórs Arnalds sem odd­vita Sjálf­stæðis­manna í borginni.

Vanga­veltur hafa verið uppi um fram­tíð Ey­þórs sem odd­vita meðal sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík. Skiptar skoðanir eru á því hvort hann sé rétti maðurinn til þess að vera borgar­stjórnar­efni flokksins í sveitar­stjórnar­kosningunum í vor. Hann hyggst þó halda ó­trauður á­fram og er sann­færður um á­gæti sitt. Það er Kol­brún Berg­þórs­dóttir ekki.

„Ey­þór Arnalds lýsti því yfir á dögunum að hann vildi leiða lista Sjálf­stæðis­flokksins í borgar­stjórnar­kosningum á næsta ári. Sjálf­sagt er þetta til marks um pólitískan metnað en um leið dæmi um of­mat stjórn­mála­manns á sjálfum sér. Ey­þór hefur ekki þann trú­verðug­leika sem stjórn­mála­maður þarf ætli hann sér að ná til breiðs hóps kjós­enda. Reyndar er ekki skrýtið að Ey­þór skuli ekki átta sig á þessari stað­reynd,“ segir Kol­brún.

Hún segir Sam­fylkinguna mega muna sinn fífil fegurri, en Dagur getur bjargað henni frá glötun: „Raun­sætt mat á eigin getu vefst fyrir mörgum, líka stjórn­mála­mönnum. Staða borgar­stjórans, Dags B. Eggerts­sonar, er mjög sterk og aðrir flokkar vilja ólmir vinna með honum. Ekki er of­mælt þegar full­yrt er að Dagur sé eina tromp Sam­fylkingarinnar – flokks sem er í mikilli til­vistar­kreppu.“

Kol­brún segir að nær ó­mögu­legt sé að velta Degi úr sessi: „Dagur á sína haturs­menn, sem verða nánast eins og litla and­setna stúlkan í The Exorcist þegar þeir heyra nafn hans nefnt; höfuð fer að snúast og for­mælingarnar streyma út úr þeim. Þetta er lítill hópur sem hefur hátt en ekkert mark er á honum takandi. Borgar­stjórinn nýtur al­mennra vin­sælda og erfitt verður að velta honum úr sessi. Kannski er það ó­mögu­legt.“

Hún vill meina að það eina sem gæti komið í veg fyrir fram­lengingu á valda­tíð Dags sé ef hann á­kveður sjálfur að stíga frá: „Pólitískir and­stæðingar hans hljóta að vona heitt og inni­lega að hann á­kveði sjálfur að yfir­gefa borgar­málin. Það er eigin­lega þeirra eina von um völd í borginni. Brott­hvarf Dags yrði um leið gríðar­legt á­fall fyrir Sam­fylkinguna og gæti kostað enn eitt fylgis­hrunið hjá flokki sem má ekki við neinu.“

Kol­brún endar leiðarann á því að segja stöðu Ey­þórs von­lausa: „Ekki blasir annað við en að Dagur haldi ó­trauður á­fram í borgar­pólitíkinni. Ey­þór Arnalds getur haldið á­fram að vona en staða hans virðist nánast von­laus.“

Ef Kol­brún hefur rétt fyrir sér er ó­hætt að segja að staða Ey­þórs sé slæm. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hún reynist sann­spá en Ey­þór mun án vafa vilja sýna fram á annað.