Kol­brún hæðist að væntingum þjóðarinnar á HM: „Í­þrótta­á­huga­menn hafa tak­markaðan sjón­deildar­hring“

„Dag­skrá RÚV riðlast reglu­lega vegna alls kyns bolta­leikja. En nú er þetta bolta­fár frá – í bili. Það mun aftur halda inn­reið sína. Um leið verður ætlast til að við komum okkur öll í það bana­stuð sem stuðnings­menn í­þrótta eru þekktir fyrir. Það vill bara svo til að sumum okkar er alveg hjartan­lega sama hver vinnur hvaða leik,“ svona hefst pistill Kol­brúnar Berg­þórs­dóttur, menningar­vita og blaða­manns í Morgun­blaðinu.

„Í­þrótta­á­huga­menn hafa tak­markaðan sjón­deildar­hring. Á HM í fót­bolta, sem lauk loksins, héldu þeir með Eng­landi, Argentínu, Brasilíu og öðrum stór­þjóðum. Í veik­burða til­raun til að koma sér upp á­huga á keppninni hélt sú sem þetta skrifar með Suður-Kóreu og Japan. Leik­menn þessara þjóða voru prúðir og hóg­værir og alls ó­lík­legir til að vera skatt­svikarar og hór­karlar eins og of margir leik­menn stór­þjóðanna,“ heldur Kol­brún á­fram.
„Svo kom HM í hand­bolta og manni skildist að þar myndi ís­lenska liðið komast á verð­launa­pall, hreint forms­at­riði væri að spila leikina. RÚV setti sig í gírinn og lét eins og á­horf á leiki væri borgara­leg skylda. Það eina sem maður vildi var samt að kvöld­fréttir yrðu á réttum tíma. Svo gat ís­lenska liðið ó­sköp lítið, eins og maður þóttist reyndar vita en gætti þess að hafa ekki orð á. Það voru hinir syngjandi ís­lensku stuðnings­menn sem björguðu því sem bjargað varð,“ skrifar Kol­brún að lokum.