Kol­beinn fékk ó­hugnan­lega sendingu inn um lúguna í morgun – Sjáðu myndina

Heldur ó­skemmti­leg sjón mætti Kol­beini Óttars­syni Proppé, þing­manni Vinstri grænna, þegar hann kom til sín af fundum í morgun. Ein­hver hafði laumað inn um bréfa­lúguna nokkrum pokum með hvítu dufti.

Eins og fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum í morgun var frum­varp Pírata um af­nám refsinga við að hafa neyslu­skammta fíkni­efna undir höndum fellt í þinginu í nótt. Kol­beinn er einn þeirra þing­manna sem sagði nei við frum­varpinu eins og vel flestir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nokkrir sátu þó hjá. Ekki liggur fyrir hvort fleiri þing­menn hafi fengið aðra eins sendingu inn á sitt heimili.

„Þetta beið mín þegar ég kom heim áðan af fundum. Ég verð að segja að ég hef fengið betri sendingar og vildi óska þess að fólk tjáði sig öðru­vísi en á þennan hátt. En hingað erum við komin í pólitíkinni, það er ein­hvern veginn allt leyfi­legt. Ég hygg að þetta sé nú bara lyfti­duft eða eitt­hvað á­líka, en ég held að það séu betri leiðir til að eiga skoðana­skipti en að setja hvítt duft inn í pokum inn um bréfa­lúgur.“