Kjartan Henry ó­sáttur með Helgu Völu: „Þetta er mesta van­virðing í garð Al­þingis sem ég hef séð“

Kjartan Henry Finn­boga­son, fram­herji KR, var ekki sáttur með klæða­burð Helgu Völu Helga­dóttur þing­konu er hún mætti í þing­sal í Vals treyju í gær.

Helga Vala er mikill Val­sari en Valur spilaði í gær odda­leik við Tinda­stól um Ís­lands­meistara­titilinn í körfu­bolta karla.

Rígurinn milli Vals og KR hefur alltaf verið mikill en það hellti olíu á eldinn þegar upp­aldir KR ingar á­kváðu að skipta yfir í Val. Valur tók síðan Ís­lands­meistara­titilinn í gær.

„Það er eitt að vera á sokkunum en þetta er mesta van­virðing í garð Al­þingis sem ég hef séð,“ skrifar Kjartan Henry á Twitter en yfir 200 manns hafa líkað við færsluna.

Ekki eru þó allir sáttir með færslu Kjartans og skrifar Svala Jóns­dóttir: „Hvernig er það van­virðing að vera í hreinum og snyrti­legum bol? Ég er ekki Val­sari en þetta kjána­legt.“

Helga Vala á Alþingi í gær.