Kennir kolvetnaskorti um kostuleg mistök í beinni útsendingu - Sjáðu myndbandið

18. september 2020
13:34
Fréttir & pistlar

Ríkharð Óskar Guðnason, útvarpsmaður og íþróttafréttamaður, lenti í heldur skondnu atviki þegar hann var að lýsa leik FH og Víkings sem fram fór í Kaplakrika í gær.

Ríkharð, yfirleitt kallaður Rikki G., lýsti þá með tilþrifum stórhættulegri sókn Víkinga. Það var ekki fyrr en sóknin var búin að Rikki áttaði sig á því að um endursýningu var að ræða. Myndband af þessu sló hressilega í gegn á Twitter og deildi Rikki sjálfur myndbandinu.

„Viðurkenni að kolvetnin eru mjög lág þessa dagana. Úfff áfram gakk,“ sagði þessi stórskemmtilegi lýsandi.