Katrín viðurkennir að hafa rætt við Bjarkey áður en færslan hvarf

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði að niðurstaða skoðanakönnunar benti til að flokkur hennar ætti ekki erindi í ríkisstjórn.

„Skila­boðin eru skýr, fylgið fer úr 17% í 10% og því ljóst að vilji er til þess að aðrir taki við kefl­inu,“ sagði Bjarkey í færslunni.

Færslan hvarf svo stuttu síðar og ljóst að einhver hefði gripið inn í.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra viðurkennir í samtali við RÚV að hún hafi rætt við Bjarkey um færsluna. „Ég ræddi við Bjarkeyju um færsluna af því að það voru frekar skiptar skoðanir innan hreyfingarinnar um þessi skilaboð,“ sagði hún.

Katrín segir að það sé ekki afstaða flokksins að skilaboðin séu skýr um að aðrir taki við keflinu ef flokkurinn fer úr 17% fylgi og niður í 10%.

„Við erum reiðubúin að mynda ríkisstjórn um þau málefni sem við setjum á oddinn.“