Katrín rýfur þögnina um fylgishrun VG

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hefur ekki íhugað að stíga til hliðar eða draga sig út úr rikisstjórnarsamstarfinu þrátt fyrir að fylgi flokksins sé í lægstu lægðum. Þetta segir hún í viðtali við Fréttablaðið.

„Þessi mæling segir okkur hins vegar að við stöndum frammi fyrir spurningum um samskipti okkar við kjósendur,“ er haft eftir Katrínu.

Þá segir Katrín að nú sé meiri þörf en nokkru sinni á að mikilvæg áherslumál Vinstri grænna líkt og mannréttinda- og loftslagsmál fái vægi, ekki síst í ljósi bakslags í þeim efnum á alþjóðavísu.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Fréttablaðsins.