Katrín gefur syni sínum föður­arf: „Faðir minn heitinn skildi ekki mikið hand­verk eftir sig“

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, minntist föður síns á Face­book í gær er hún eftir­lét föður­arf sinn til sonar síns.

„Faðir minn heitinn skildi ekki mikið hand­verk eftir sig en þessa fána­stöng á ég sem hann smíðaði á æsku­árum sínum á Siglu­firði,“ skrifaði Katrín á Face­book.

„Fáninn sem hér er dreginn niður var orðinn jafn­gamall stönginni og upp­litaður eftir því. Því var það há­tíð­leg stund þegar nýr fáni var dreginn að húni í dag - en sonur minn hefur nú fengið fána­stöng föður míns til vörslu,“ bætti hún við.

Sjá má myndir af fána­stönginni hér að neðan.