Katrín ekki með COVID-19

24. mars 2020
12:33
Fréttir & pistlar

Mér hafa borist þau ánægju­legu tíð­indi að í sýni mínu væru engin merki um coronaveiru,“ segir Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í færslu á Facebook í dag.

Greint var frá því í gær að yngsti sonur hennar og eig­in­maður hefðu farið í sótt­kví vegna smits í Melaskóla. Í fram­haldinu var hún skikkuð í sýna­töku.

Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins en fréttina má lesa í heild hér.