Kata Jak stundar ekki kosningavökuna: „Ég sofna yfirleitt snemma"

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, tekur ekki þátt í kosningavökunni. Þess í stað fyrir hún snemma að sofa.

„Ég sofna yfir­leitt snemma. Maðurinn minn vekur mig ef það er eitt­hvað mjög mikil­vægt að gerast. Svo tek ég bara stöðuna þegar ég vakna,“ segir Katrín.í samtali við Fréttablaðið.

Hún er spennt yfir deginum og fylgir ákveðnum hefðum, til að mynda borðar hún góðan morgunmat til að eiga orku út daginn. Svo fer hún að kjósa og heimsækir kosningaskrifstofur og spjallar við fólk.

Í kvöld ætlar Katrín að vera í Iðnó en fer líka í nokkur viðtöl um kvöldið.