Karólínu brugðið: Grímulausir viðskiptavinir Hagkaupa láta hana heyra það – „Hvað er að fólki?“

Nú þegar ýmislegt bendir til þess að ný bylgja kórónuveirufaraldursins sé að fara af stað er ljóst að við Íslendingar þurfum að sýna samstöðu til að vinna bug á veirunni.

Því miður virðist pottur vera brotinn víða í þeim efnum, að minnsta kosti ef marka má færslu sem Karólína Niton birti í Facebook-hópnum Sögur af dónalegum viðskiptavinum í dag. Karólína gaf Hringbraut góðfúslegt leyfi til að endurbirta færsluna en hún er starfsmaður Hagkaupa á Eiðistorgi.

Grímuskylda er í öllum verslunum auk þess sem fólk er hvatt til að huga að tveggja metra reglunni. Í færslu sinni segir Karólína að farið sé að bera á ákveðnu kæruleysi – jafnvel dónaskap – þegar kemur að notkun andlitsgrímna. Færsla Karólínu er hér að neðan:

ER EKKI KOMIÐ NÓG!

Í alvörunni fucking talað, ekki nóg með það, ég vinn í matvöruverslun og það er shocking hversu margir koma ekki með helvítis grímur, eða taka hana af inní búðinni, við innganginum á næstum því öllum búðum stendur að það er grimuskylda!, en nú er fólk byrjað að rífast við mann þegar maður biður þau að setja upp grímu, kalla mann fávita og tala niður á mann!!! Hvað er að fólki, hvað er að gerast! Common, þetta er ástæðan af hverju þetta kemur aftur og aftur, ef maður ætlar ekki að fylgja helvítis reglunum, haldið ykkur heima, fólkið sem gerir þetta hugsar um engan nema sjálfan sig. Bara please, ef starfsmaður biður ykkur að setja upp grímu, hlustið á þann aðila, strafmenn i verslunum eru líka manneskjur við erum jafn þreytt á þessu og allir aðrir, ekki taka reiði ykkar á okkur.

(En auðvitað eru ótrúlega margir sem fara etir reglum og setja á sig grímu með engu veseni og biðjast afsökun á að hafa gleymt sèr, respect á þannig fólk).