Kar­lotta: „Þessi maður er faðir, sonur, bróðir, vinur og þjóð­þekktur ein­stak­lingur.“

Karlotta H. Margrétardóttir, hársnyrtir og förðunarfræðingur, greindi frá upplifun sinni af hrottalegu kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum.

Hún segir ofbeldismanninn vera þekktan einstakling úr samfélaginu. Fréttablaðið greinir frá málinu.

Karlotta vildi ekki staðfesta um hvaða mann ræðir í samtali við Fréttablaðið.

Í samtali við Fréttablaðið segist Karlotta lengi hafa velt vöngum um það hvort hún ætti að tjá sig um atvikið en hún hefur upplifað ógleði, hræðslu, reiði og vanlíðan í kjölfar þess að brotið var á henni.

Aðspurð segist Karlotta hafa heyrt að hún sé ekki ein um að hafa lent í þessum manni en hafi þó ekki fengið staðfestingu um það.

Karlotta segir í samtali við Fréttablaðið að atvikið hafi átt sér stað sumarið 2021.

„Fyrir mánuði síðan fór ég heim með manni sem beitti mig hrottalegu kynferðisofbeldi, tók mig hálstaki og sló mig, svo eitthvað sé nefnt. Öll mín mörk urðu að engu í höndum hans, sama hvað ég reyndi,“ segir Karlotta.

Að sögn Karlottu er gerandinn þjóðþekktur einstaklingur. „Þessi maður er faðir, sonur, bróðir, vinur og jú ... þjóðþekktur einstaklingur.“

Hægt er að lesa umfjöllunFréttablaðsins um málið í heild sinni hér.