Karl Óskar látinn: „Einn af okkar dyggustu stuðnings­mönnum“

Karl Óskar Agnars­son, einn dyggasti stuðnings­maður KR, er látinn, 68 ára að aldri. Karl, eða Kalli eins og hann var alltaf kallaður, lést í fyrra­kvöld á Land­spítalanum.

Gylfi Dal­mann Aðal­steins­son, for­maður KR, minnist Kalla í fal­legri grein á heima­síðu KR.

„Kalli var einn af okkar dyggustu stuðnings­mönnum og sjálf­boða­liðum. Í mörg ár sá hann um vallar­klukkuna þegar strákarnir og stelpurnar voru að spila. Alltaf mættur löngu fyrir leiki, tók á móti okkur fagnandi sem voru að mæta á leiki, gjarnan með liðs­upp­stillinguna til­búna á blaði til að sýna manni.“

Þá segir Gylfi að Kalli hafi oftar en ekki verið mættur í dyra­gættina til að taka við miðum þegar körfu­bolta­deildir fé­lagsins voru að spila.

„Einnig var hann dyggur stuðnings­maður Pílu­vina KR og lét sig ekki vanta á við­burði Pílunnar. Hann tók líka þátt í get­rauna­starfi KR í gegnum tíðina. Árið 2012 þegar Kalli varð sex­tugur fékk hann sér­staka viður­kenningu fyrir sjálf­boða­liða­starf sitt fyrir gamla góða KR,“ segir Gylfi í grein sinni og kveður góðan vin og fé­laga.

„Við KR-ingar minnumst Kalla með miklu þakk­læti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum honum sam­fylgdina í gegnum tíðina. KR-ingar senda ættingjum Kalla inni­legar sam­úðar­kveðjur.“