Karl ó­sáttur: Kemst ekki til Ís­lands nema eiga snjall­síma

„Þessar hug­myndir stjórn­valda eru án efa fal­lega hugsaðar og beinast í átt að góðri niður­stöðu, en meir­að­segja vel­viljuðu fólki eru tak­mörk sett.“

Þetta segir Karl Th. Birgis­son rit­stjóri í pistli á vef Herðu­breiðar.

Karl gerir þar að­gerðir ís­lenskra yfir­valda að um­tals­efni nú þegar stendur til að opna landið fyrir ferða­mönnum, inn­lendum sem er­lendum.

Langar ekkert í snjallsíma

Karl segist hafa snætt kvöld­verð með ítölskum vini sínum sem starfaði lengi í net­öryggis­málum.

„Við ræddum vita­skuld lífið eftir kófið. Hann hefur orðið þess á­þreifan­lega var á Ítalíu, að kröfur aukast um snjall­síma­væðingu. Án snjall­síma geturðu varla verið virkur sam­borgari eins og áður,“ segir hann og bætir við að faðir þessa manns, sem er á ní­ræðis­aldri, neyðist til að kaupa sér snjall­síma til að eiga ein­földustu banka­við­skipti.

„Nú lít ég mér nær. Ég hafði gælt við að heim­sækja Ís­land í sumar eins og ég geri jafnan, til að hitta fjöl­skyldu og vini. Þá hnýt ég um soldið. Við komuna í Kefla­vík yrði mér skylt að gangast undir co­vid-próf. Barasta alveg sjálf­sagt (þótt enn virðist ekki alveg ljóst hver á að greiða fyrir prófið). En svo er hitt. Mér yrði líka gert að hlaða niður appi sem skráir ferðir mínar, ef eitt­hvert smit­vesen kæmi upp á. Þetta app færi í snjall­símann. Sem ég á ekki. Og langar ekkert í.“

Eitt skal yfir alla ganga

Þá segir hann að 5.000 króna ferða­gjöfin sem yfir­völd kynntu verði að­eins not­hæf í gegnum app – og til að geta notað öppin þarf snjall­síma.

Karl segist bera mikla virðingu fyrir þeim sem tekist hafa á við far­aldurinn með góðum árangri. Þá vilji hann ekki stofna sjúk­dóma­vörnum hér á landi í hættu með því að eiga ekki snjall­síma. Hann bætir þó við að hann sé tals­maður þess að eitt skuli yfir alla ganga.

„Nú þykist ég vita hvað mörg ykkar hugsa: Hvers vegna færðu þér ekki bara al­menni­legan síma og hættir þessu væli? Það er röng spurning. Alveg óháð því hvort mig eða ein­hvern annan langar í snjall­síma eða viljum ekki eiga slíka græju af ein­hverjum á­stæðum, þá er í grund­vallar­at­riðum allt rangt við þessa hugsun: „Eitt skal yfir alla ganga. En samt bara þá sem eiga snjall­síma.“

Karl segist þekkja marga, fleiri en 40, sem eiga ekki snjall­síma en flestir þeirra eru aldraðir. „Við okkur eldra fólkið er ríkis­stjórnin að segja: Ef þú vilt koma til landsins þarftu að eiga snjall­síma.“

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.