Karl með fimm­tán ferða­töskur Guðna heitins í í­búðinni sinni ári eftir að hann lést

„Ég sé ekki eftir plássinu, en vil gjarnan að eigur Guðna komist til erfingja hans,“ segir fjöl­miðla­maðurinn Karl Th. Birgis­son á Face­book-síðu sinni.

Karl og Guðni Már Hennings­son, sem var lengi vel einn vin­sælasti út­varps­maður þjóðarinnar, voru nánir vinir en eins og kunnugt er lést Guðni á heimili sínu á Tenerife í októ­ber í fyrra. Guðni, sem var 69 ára, hafði búið á eyjunni frá árinu 2018.

Eftir and­lát hans tók Karl við stórum hluta af inn­búi hans og vill hann gjarnan að það komist í hendur að­stand­enda Guðna.

„Fyrir réttu ári fannst hann Guðni Már Hennings­son elsku­legur látinn í í­búðinni sinni. Restin af inn­búinu hans er enn­þá hér í í­búðunni minni, fimm­tán ferða­töskur og tvær steríó­græju­sam­stæður af voldugri sortinni. Ég sé ekki eftir plássinu, en vil gjarnan að eigur Guðna komist til erfingja hans. Flug­fé­lög finna á því öll tor­merki að flytja dánar­búið til Ís­lands, jafn­vel þótt greiðsla komi fyrir. Því bið ég ykkur nú, sem vitið af ferða­lögum til Tenerife, sem gætu kippt með sér einni tösku til Ís­lands – að hnippa í mig. Takk, og þessum texta má alveg endi­lega deila.“