Karl fékk af­hentan lista með nöfnum fólks: „Þetta er spillt kerfi þar sem gert er upp á milli fólks“

Karl Garðars­son, fyrr­verandi þing­maður Fram­sóknar­flokksins, segir henti­stefnu ráða því hvernig ríkis­borgara­réttur er veittur á Al­þingi.

„Fyrir nokkrum árum sat ég í nefnd þingsins sem hafði með mál­efni út­­lendinga að gera. Rétt fyrir þing­­lok fengum við af­hentan lista yfir hand­valda ein­stak­linga sem rétt þótti að teknir væru fram fyrir aðra sem biðu eftir ríkis­­borgara­rétti. Á listanum mátti sjá í­­þrótta­­menn, sem greini­­lega þóttu merki­­legri en al­­mennir um­­­sækj­endur, auk fólks sem taldi sig eiga rétt á meira rétt­læti en aðrir sem beðið höfðu svo árum skipti á bið­listum Út­­lendinga­­stofnunar,“ skrifar Karl á Face­book.

„Engin um­­ræða fór fram í nefndinni um ein­stak­lingana sem voru á listanum, enda voru þing­­lok handan hornsins og enginn tími til að fjalla um málið. Listinn var því sam­þykktur án um­­ræðu. Vissu­­lega koma margir út­­lendingar hingað til lands sem hafa átt mjög erfitt og þarfnast sér­­stakrar hjálpar og stuðnings. Þá hjálp eigum við að veita. Það að veita ríkis­­borgara­rétt verður hins vegar að fylgja á­­kveðnum reglum sem mega ekki ráðast af henti­­stefnu stjórn­­mála­­flokka eða ein­stakra þing­manna,“ heldur hann á­fram og segir sér­stakt að sumir dá­sama kerfið.

„Þetta er spillt kerfi þar sem gert er upp á milli fólks. Hér höfum við þing­mann Pírata sem dá­­samar kerfið og krefst þess að kjörnir full­­trúar geti haldið á­­fram að vera með puttana í því hverjir eru út­valdir,“ skrifar Karl að lokum.