Kári sál­greinir ís­lenska þjóð: Dug­leg en kunnum ekki að láta okkur líða vel eða vera rík

Heims­far­aldur hefur lamað þjóðir heims og yfir tuttugu þúsunds manns hafa látist. Kári Stefáns­son hefur á­samt sínu fólki í Ís­lenskri erfiða­greiningu lagt sitt af mörkum í bar­áttunni við kóróna­veiruna með því að skima fyrir veirunni.

Í ítar­legu við­tali við helgar­blað Frétta­blaðsins berst talið að ís­lenskri þjóð, brestum hennar og styrk­leikum.

„Við kunnum ekki að vera rík og við kunnum ekki að láta okkur líða vel í þessu sam­fé­lagi. En við erum býsna dug­leg að takast á við á­föll. Þetta er auð­vitað of­boðs­legur per­sónu­leika­brestur að geta ekki látið sér líða vel,“ segir Kári og hlær.

„Að geta einungis brugðist vel við þegar skellurinn kemur. En það er erfitt að verða ekki klökkur núna þegar maður verður vitni að fólki rjúka upp til handa og fóta til að gera hvað sem er til að hjálpa.“ Þá segir Kári einnig:

„Nú er ekki sá tími sem maður á að þykjast vita betur og gagn­rýna. Það verður að bíða betri tíma. Núna eigum við að snúa bökum saman og róa öll í sömu áttina.“

Hér má lesa við­talið í heild sinni.