Kári: íslenskir krakkar heimskari en krakkar í öðrum löndum

Rætt var um niðurstöðu PISA- könnunarinnar í Silfrinu í dag. Þar var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar spurður um álit þess hverju sætti að piltar hér á landi skoruðu mun lægra á könnuninni en krakkar annar staðar í heiminum sem og sú staðreynd að stúlkur komi mun betur út úr könnuninni. Kári svaraði:

„Það er ekkert nýtt að konur hafa verið fremri karlmönnum á öllum sviðum.“ Þá bætti Kári við:

„Það sem skelfir mig þegar ég hugsa um þetta er sú staðreynd að tungumálið er það tæki sem við hugsum með. Þegar við erum að tala um að íslenskum börnum gangi illa í að skilja það sem það les, þá læðist að manni sá grunur að íslenskir krakkar kunni ekki að vera eins vel gefnir eins og krakkar í öðrum löndum.“

Þá sagði Kári einnig að við værum ekki hlúa nægilega vel að íslenskum grunnskólabörnum. Kári bætti svo við:

„Það má ekki gleyma því að við erum dálítið öðruvísi en aðrar þjóðir, við erum sérstök þjóð. Er sá möguleiki að við séum kannski vitlaus þjóð. Þetta er ekkert til að hlæja að, því þetta er raunverulegt.“