Kári hjólar í Ólaf: „Hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Ís­lenska erfða­greiningu búa til kórónu­veiruna“

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segist telja að Ólafur Hauks­son, eig­andi al­manna­tengsla­fyrir­tækisins Pro­forma, sé sama um stað­reyndir en hann segir það gjarnan vera hlut­verk al­manna­tengla að leiða mönnum fyrir sjónir hliðar á mál­efnum sem eru ekki auð­sjáan­legar, stundum því því þær hliðar eru ein­fald­lega ekki til.

„Til dæmis tekur einn þeirra, Ólafur Hauks­son það að sér að út­skýra fyrir lands­mönnum hvernig skap­brestir mínir beri á­byrgð á því að kórónu­veiran hafi aftur náð fót­festu á Ís­landi,“ segir Kári í Face­book færslu um málið og vísar þar til færslu Ólafs sem birt var í hópnum Bak­land Ferða­þjónustunnar í gær.


Vill beina athyglinni að „skapsveiflum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar“

Í færslu Ólafs vísar hann til þess að Ís­lensk erfða­greining hafi á­kveðið að taka þátt í landa­mæra­skimun sem hófst 15. júní. „Þremur vikum síðar fór Kári Stefáns­son for­stjóri ÍE í rokna fýlu út í stjórn­völd og til­kynnti með viku fyrir­vara að fyrir­tækið myndi hætta að taka þátt í landa­mæra­skimuninni þann 13. júlí,“ segir Ólafur og bætir við að út­leið stjórn­valda hafi verið að bæta Dan­mörku, Noregi, Finn­landi og Þýska­landi á listann yfir lönd sem yrðu undan­þegin skimun og sótt­kví.

Hann segir enn fremur að margir full­yrði nú að landið hafi verið opnað fyrir ferða­mönnum að ó­þörfu vegna þrýstings frá ferða­þjónustunni. „Ég tel að at­hyglinni megi gjarnan beina að þeim af­leiðingum sem virðist mega skrifa á skap­sveiflur for­stjóra Ís­lenskrar erfða­greiningar. Þegar hann bauð fram að­stoð við að greina landa­mæra­sýni gátu fæstir í­myndað sér að því yrði fyrir­vara­lítið hætt mánuði síðar,“ segir Ólafur.

„Al­rangt að við höfum hlaupist á brott“


Kári segir aftur á móti að Ís­lensk erfða­greining hafi tekið þátt því að heil­brigðis­kerfið hafði ekki getu til að sinna skimunum og að þau hafi greint um hundrað þúsund sýni. Stjórn­völd hafi gengið að því sem gefnu að fyrir­tækið tók þátt en þegar kom að landa­mæra­skimun hafði fyrir­tækið van­rækt dag­vinnu sína í rúma þrjá mánuði og átt högg undir að sækja.

„Engu að síður tók ÍE að sér að byrja skimunina og sá um hana al­farið í tvær vikur og hjálpaði Land­spítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann á­tján starfs­menn og gefa honum heima­smíðaðan hug­búnað sem er al­gjör for­senda þess að spítalinn geti sinnt verk­efninu,“ segir Kári. „Það er því al­rangt að við höfum hlaupist á brott. Við af­hentum Land­spítalanum það sem hann þurfti til þess að sinna því hlut­verki sem honum var ætlað en ekki okkur.“

Að sögn Kára hafa nokkrir sýktir ein­staklingar komist í gegn án þess að veiran fyndist en í nánast öllum til­fellum hafi verið hægt að koma í veg fyrir mikla út­breiðslu. Smit sem hefur verið mjög út­breitt hafi þó ekki komið frá þeim „öruggu“ löndum sem Ólafur minnist á í sinni færslu.

Líf og heilsa landsmanna mikilvægust

„Ein­hvern vegin hef ég það á til­finningunni að Ólafi Hauks­syni hafi förlast svo­lítið í bræði sinni yfir því að ég benti á það í út­varps­þættinum Sprengi­sandi á sunnu­daginn að árangurs­ríkasta leiðin til þess að fyrir­byggja frekari smit væri kannski sú að „loka“ landinu. Það leikur lítill vafi á því að það er rétt mat,“ segir Kári enn fremur en bætir við að það sé ekki hans á­kvörðun til að taka.

„Ég lít svo á að kraft­mikil ferða­þjónusta væri mikil blessun landinu okkar núna og um fram­tíð alla eins og hún hefur verið á síðustu árum en ég vil frekar sjá börnin okkar og ung­linga sækja skóla á eðli­legan hátt en horfa upp á haltrandi ferða­þjónustu setja líf okkar og heilsu í meiri hættu en brýnasta þörf krefur,“ segir Kári en hann segir Ólaf líta á hann sem óvin þar sem hann hefur lagt til að það þurfi að stemma stigu við flæði ferða­manna.

„Ég er satt að segja dá­lítið hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Ís­lenska erfða­greiningu búa til kórónu­veiruna og spúa henni yfir ís­lenskt sam­fé­lag til þess eins að skaða ferða­þjónustuna,“ segir Kári. „Hafðu samt í huga Ólafur Hauks­son að lang­tíma hags­munir ferða­þjónustunnar eru mjög háðir því að okkur takist að verjast far­aldrinum á þann máta að fólkið sem býr í landinu geti lifað nokkuð eðli­legu lífi því endan­lega er hlut­verk ferða­þjónustunnar ekki að þjóna hags­munum þeirra sem ferðast hingað heldur þeirra sem búa hér.“