Kári: Alltof stór hluti þeirra sem lasnast eru óbólusettir

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að miðað við tölur sé alltof stór hluti þeirra sem veikjast af Covid-19 vera óbólusettur, sagði hann í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að hann vonaðist til að bólusetningar muni hafa meiriháttar áhrif.

Hann sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur orðið til þess að Bretar hafa bannað flug frá Hong Kong og nokkrum Afríkulöndum. „Ætli það sé ekki enn einu sinni að menn séu kannski svolítið á undan sjálfum sér í að draga ályktun. Ég veit ekki hvernig við förum að því að bera saman útbreiðslu á veirunni í Botswana og til dæmis í Evrópu,“ sagði hann.

Útbreiðsla Covid ræðst að miklu leyti að hegðun.

Hann vonar að bólusetningarátakið nú, með því að ná í óbólusettra og gefa fólki þriðja skammtinn.

„Mér skilst að býsna stór hundraðshluti af smitum sé hjá krökkum, sem hafa ekki verið bólusettir. Mér sýnst á tölum sem berast frá sjúkrastofnunum að alltof stór hundraðshluti þeirra sem er að lasnast núna sé óbólusettur. Þannig að ég vona að bólusetningarnar sem slíkar komi til með að hafa meiriháttar áhrif,“ sagði hann:

„Ég vona að við komumst í gegnum þessi jól glöð og kát og án of mikilla áhrifa frá pestinni.“