Kanye West fær stuðning úr óvæntri átt

6. júlí 2020
11:07
Fréttir & pistlar

Tónlistarmaðurinn Kanye West tilkynnti um helgina að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, en forsetakosningarnar fara fram í nóvember næstkomandi. Margir hafa hæðst að framboði West á meðan aðrir hafa tekið því fagnandi. Meðal þeirra sem hafa heitið stuðningi við West er frumkvöðullinn Elon Musk.

25mynf20240909_gunnar_04.jpg

Nú hefur West fengið stuðning úr enn óvænni átt. Gunnar Þorsteinsson, iðulega kenndur við Krossinn, styður hann. „Hann hefur boðað fagnaðarerindið að undanförnu og er óttalaus og kjarkmikill,“ segir Gunnar á Facebook. Þá deilir hann myndbandi af ræðu West í messu Joel Osteen í ofur-kirkjunni í Houston og segir: „Tveir góðir“.